Ellen Kristjáns og Steini Hjálmur og Una Torfa
Manage episode 434911266 series 1315174
Innhold levert av RÚV. Alt podcastinnhold, inkludert episoder, grafikk og podcastbeskrivelser, lastes opp og leveres direkte av RÚV eller deres podcastplattformpartner. Hvis du tror at noen bruker det opphavsrettsbeskyttede verket ditt uten din tillatelse, kan du følge prosessen skissert her https://no.player.fm/legal.
Ellen Kristjáns og Steini Hjálmur og Una Torfa eru gestir Rokklands í dag. Við spjöllum saman og þau ætla að syngja og spila fyrir okkur í std. 12. Una er ein af okkar björtustu vonum, lagið hennar Fyrrverandi er eitt af lögum ársins 2022 að mrgra mati og lagið hennar En var mest spilaða lagið á Rás 2 í sumar. Una er að gera fyrstu stóru plötuna sína og framtíðin er björt hjá þessari ungu frábæru konu. Ellen og Steini eru að fara að spila saman á tónleikum í Fríkirkjunni rétt fyrir jól sem heita Jólafrí. Þetta eru jólatónleikar þar sem eiginlegum jólalögum er sleppt en meiri áhersla lögð á jólaleg lög. Auk þeirra koma þar fram eins og Ólöf Arnalds og Skúli Sverris, Systur, Þorleifur Gaukur og Kári Stefánsson. Ellen og Steini flytja í þættinum jólalag sem Ellen hefur bara einu sinni sungið síðan hún söng það inn á jólaplötu þegar hún var 19 ára. Una syngur jólasálm í þættinum í bland við sín eigin lög. Aðrir listamenn sem koma við sögu eru; Tracey Thorn, Ólöf Arnalds, R.E.M. Teinar, Bob Dylan, Joni Mitchell og Dr. Gunni.
…
continue reading
135 episoder