Emiliana og Miss Flower + Eivør og Enn
Manage episode 445349819 series 1315174
Innhold levert av RÚV. Alt podcastinnhold, inkludert episoder, grafikk og podcastbeskrivelser, lastes opp og leveres direkte av RÚV eller deres podcastplattformpartner. Hvis du tror at noen bruker det opphavsrettsbeskyttede verket ditt uten din tillatelse, kan du følge prosessen skissert her https://no.player.fm/legal.
Emiliana Torrini er aðalgestur Rokkkands þessa vikuna- en hún sendi frá sér plötu núna í sumar sem heitir Miss Flower. Miss Flower er einskonar konsept-plata – byggð á sendibréfum til móður vinkonu Emiliönu sem býr í London sem var ekki öll þar sem hún var séð... Hún hét Geraldine Flower – Miss Flower. Emiliana bauð mér heim í kaffi í vikunni í Kópavoginn. Eivør Pálsdóttir var líka að senda frá sér plötu – 10undu plötuna – hún heitir ENN. Eivør kom með hljómsveitinni sinni hingað til Íslands um síðustu helgi og hélt tónleika í Silfurbergi í Hörpu. Hún spilaði alla plötuna og önnur lög líka – Jónas Sen gaf tónleikunum 5 stjörnur – fullt hús í dómi á Vísi. Ég spjallaði aðeins við Eivør eftir tónleikana – heyrum það í þættinum. En við minnumst líka tónlistarmanns sem féll frá á dögunum – hann hét J.D. Souther og samdi mörg lög sem margir þekkja.
…
continue reading
137 episoder